24.3.2009 | 08:41
Þemavika þann 16-20 mars.
Nemendur í 5-7 bekk voru í þemaviku þar sem við lærðum um heimsálfur. Ég byrjaði í Norður Ameríku og þar fannst mér áhugaverðast að næstum allir krakkarnir þar borða brauð með hnetusmjöri og sultu í næstum allar máltíðar. Þaðan fór ég í Asíu en mér fannst áhugaverðast að læra bambusdansinn sem er þjóðdans í Filippseyjum. Það komu konur frá Filippseyjum og kenndu okkur hann. Í Suður Ameríku lærðum við margt en mér fannst fyrirlesturinn áhugaverðastur útaf því það var svo margt sem ég vissi ekki t.d að Inkar byggðu borg upp í fjöllum en svo komu Spánverjar og Portúgalar og réðust á þá. Þá flúðu þeir borgina til að eingin gæti fundið hana en þessi borg var týnt í 400 ár. Svo fór ég í Afríku þar fannst mér myndlistin áhugaverðust því að myndirnar eru svo bjartar en það er útaf því að Afríka er svo bjart land því þar er eiginlega alltaf sól. Í Ástralíu gerðum við boomerang sem við máluðum og skreytum með allskonar mynstri en boomerang er notað sem veiðivopn til að veiða dýr á sléttunum. Mér fannst mjög gaman að vinna þessi verkefni ég vona að það verði aftur svona þemavika.
Takk fyrir mig
Kv. Katy
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 10:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.