27.5.2009 | 12:43
Hrinkekja 5-6 bekkur
Við í 6 bekk og 5 vorum saman í hringekju. Ég var með Ísabellu, Hönnu Maggý og Hrafnhildi. Við byrjuðum hjá Helgu 6. bekkjar kennara og hún var að fræða okkur um Egyptaland og múmíur.
Annar staðurinn var hjá Elínrós 5. bekkjar kennara kennara og við fórum í tónmenntastofuna hans Halla, þar var Elínrós að fræða okkur um takta og tónlist, við fórum svo í takta leik sem mér fannst alveg ágætur en því miður kann ég ekki að útskýra hann
Þriðji staðurinn var hjá Jens eðlisfræði kennara hann fræddi okkur um hraða bíla og hvað það er hætulegt að lenda í áreksti án þess að vera í belti. Hann talaði líka um vatn og hljóðbylgur
Fjórði staðurinn var hjá Björg 5. bekkjar kennara en þar vorum við að horfa á mynd um Kína og svo máttum við teikna frjálst.
Fimmti staðurinn var hjá Svövu 5. bekkjar kennara þar vorum við að fræðast um mann sem hét David Attenborough hann hafði mikin áhuga á að gera mynd um dýralífið og plöntulífið hér á jörðini hann bjó til Planet earth. Við horfðum á hana en við náðum bara að horfa á sjávarlífið.
Sjötti staðurinn var hjá Auði 6. bekkjar kennara og hún var að fræða okkur um Martin Luther King en hann var maður sem vildi hjálpa öllum og bað um frelsi fyrir svertingja, þannig að svartir menn máttu hafa sama rétt og hvítir menn. Hann fæddist í N-Ameríku.
Og seinasti staðurinn var hjá Önnu kennaranum mínum. Hún var að fræða okkur um manninn Mahatma Gandi og hann vildi það sama og Martin Luther King "FRELSI" hann var til á undan og var í Indlandi en Martin Luther King var frá N-Ameríku.
Takk fyrir mig
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 13:36
Norðurlöndinn
6. bekkur var að læra um norðurlöndin
Ferðaskrifstofuverkefnið: Við byrjuðum á því að velja lönd sem okkur langaði að læra um ég valdi Noreg og lenti með Auði, Karen og Ellu. Við byrjuðum á því að afla okkur upplisýnga um Noreg sem við fundum í bókunum sem anna lét okkur fá. Eftir það þá fórum við að pæla hvernig við vildum hafa plakatið og ferðabæklinginn það tók dálídin tíma því að við vorum ekki alltaf sammála um allt en svo komust við að samkomulagi. Þegar við vorum búnar með allt þá fórum við að æfa okkur fyrir kynninguna sem við áttum að kynna fyrir bekkinn. Þegar við vorum búnar með kynninguna okkar þá dreifðum við myndum frá Noregi. Mér fannst þetta alveg ágæt verkefni
Power point/Movie Maker: Þegar við vorum búin með ferðaskrifsstofuverkefnið þá máttum við ráða hvort við gerðum Power point eða Movie Maker. Ég valdi að gera power point en landið sem ég valdi ver Svíþjóð. Við fengum blað með litlum römum til að ákveða hvernig verkefnið átti að vera þegar ég var búin að því þá fór ég í tölvu og skrifaði þetta í power point og svo fann ég myndir við hverja glæru. Svo las anna yfir og svo settir ég þetta inná netið.
Takk fyrir mig
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2009 | 08:41
Þemavika þann 16-20 mars.
Nemendur í 5-7 bekk voru í þemaviku þar sem við lærðum um heimsálfur. Ég byrjaði í Norður Ameríku og þar fannst mér áhugaverðast að næstum allir krakkarnir þar borða brauð með hnetusmjöri og sultu í næstum allar máltíðar. Þaðan fór ég í Asíu en mér fannst áhugaverðast að læra bambusdansinn sem er þjóðdans í Filippseyjum. Það komu konur frá Filippseyjum og kenndu okkur hann. Í Suður Ameríku lærðum við margt en mér fannst fyrirlesturinn áhugaverðastur útaf því það var svo margt sem ég vissi ekki t.d að Inkar byggðu borg upp í fjöllum en svo komu Spánverjar og Portúgalar og réðust á þá. Þá flúðu þeir borgina til að eingin gæti fundið hana en þessi borg var týnt í 400 ár. Svo fór ég í Afríku þar fannst mér myndlistin áhugaverðust því að myndirnar eru svo bjartar en það er útaf því að Afríka er svo bjart land því þar er eiginlega alltaf sól. Í Ástralíu gerðum við boomerang sem við máluðum og skreytum með allskonar mynstri en boomerang er notað sem veiðivopn til að veiða dýr á sléttunum. Mér fannst mjög gaman að vinna þessi verkefni ég vona að það verði aftur svona þemavika.
Takk fyrir mig
Kv. Katy
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 14:05
Snorri Sturluson
Við í 6 bekk erum að fræðast um Snorra Sturluson. Við byrjuðum á því að lesa smá í bókinni en svo fórum til Reykholts að kynna okkur hvar Snorri bjó. Þegar við komum tók Geir Waage presturinn sem vinnur þar. Hann sagði okkur frá Snorra og hvar og hvenar hann fæddist og hvernig hefðirnar voru. Svo fórum við að skoða rústirnar af húsunum sem voru þar en svo sáum við líka Snorralaug en svo fórum við inn í gömlu kirkjuna og þar var nóustokkur sem var kælt allt járn í gamla daga en svo fórum við bara aftur heim í Ölduselsskóla. Einar Kárason að tala um Snorra og Sagði okkur fullt sem við vissum ekki. Svo var okkur öllum í 6 bekk skipt í hópa til að búa til handrit úr öllum köflunum, ég lenti með Írisi, Aðalheið og Sölva. Þegar allir voru búnir með sína kafla þá fengum við blað um hlutverk við áttum að velja hvort okkar langaði að vera STÓRT HLUTVERK, lítið hlutverk, sögumaður eða sviðsamaður. Ég valdi mér sviðsmann því mér langaði að prófa það. Við allir sviðsmennirnir(ég Sunna Dalli Elmar) fórum á æfingu hjá krökkunum og skrifuðum niður hvað vantaði fyrir leikritið. Svo fórum við í það að mála og strika í pappír sem átti að vera veggur eftir það þá fórum við að gera kynningu fyrir 1 2 og 3 bekk því við ætluðum að bjóða þeim á leiksýningu hjá okkur. 3 mars þá buðu við foreldrum að koma á þessa leiksýningu og allir komu með veitingar sem við og foreldrarnir borðuðum eftir leiksýninguna. En svo þegar var búið að líða 1.1/2 vika þá voru 4 5 og 7 bekkir í fýlu því við sýndum þeim ekki og þá þurftum við líka að sína þeim. En þetta var samt rosa gaman.
Takk fyrir
Kv. Katy
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 21:08
Egla
Við í sjötta bekk í Ölduselsskóla erum búin að vera að vinna með víkinga úr Eglu(Egils saga). Það sem við byrjuðum á var að fara á Borgafjörð og kanna hvar Egill átti heima,hvar Skalla-Grímur drap Þorgerði brák en svo fórum við á Egils Sýninguna hún var bara skemmtileg við löbbuðum í gegnum völundarhús með heyrnatól og færðum okkur eftir hvað konan í heyrnatólonum sagði. Svo lásum við Eglu(Egils sögu)og svöruðum spurningum úr köflunum og við skreytum vinnubókina okkar svo fengum við blöð með verkefnum það átti að velja 2 ritunar og 2 hópverkefni að minnstakosti síðan þá var öllum í sjötta bekk skipt í hópa þannig að einn úr hverjum bekk voru saman ég lenti með Natalíu og Helgu Jónu við gerðum þrjú verkefni sem voru Þrívíddar Knörr,Súlurit og myndband. Hérna er myndbandið
Takk fyrir
Kv. Katy
Menntun og skóli | Breytt 23.4.2010 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 11:18
Myndbandið.
Ég var að vinna í Eglu og við áttum að gera myndband um Það mælti mín móðir Egill samdi það þegar hann var 7 ára og var búin að drepa Grím sem var að gera lítið úr honum Þórður vinur Egils sagði að hann ætti að ná í exina og hefna sín hann gerði það og drap hann mamma hans Egils var svo stolt af honum að hún sagði að hann yrði gott víkingaefni hann samdi það ljóðið Það mælti mín móðir.
Takk fyrir.
Kv. Katy
Menntun og skóli | Breytt 27.5.2009 kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)